Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Álfkonan hjá Stóru-Hvalsá

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Álfkonan hjá Stóru-Hvalsá

Einu sinni um vetrartíma sást frá Stóru-Hvalsá við Hrútafjörð kvenmaður ganga þar út yfir túnið milli fjárhúsanna (þau eru spölkorn frá bænum) og bæjarins, dökkbláklædd með hvítlita svuntu eða alhvíta. Hún sást ganga þar út með sjónum. Ei varð upp spurt hvur hún hefði verið og héldu menn því það hefði verið álfkona þar ei fréttist að neinn kvenmaður hefði þá á ferð verið þennan sama dag er þetta sást.