Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Árni Bjarnason og álfakýrin

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Árni Bjarnason og álfakýrin

Árni hét maður og var Bjarnason. Eitt sinn gekk hann út í fjós næturtíma og varð þar var við kú sem hann ei við kannaðist. Hann amaðist við henni og tók óþyrmilega í bakið á henni (en hann var ramur að afli). Dreymdi hann þá nóttina eftir álfkonu sem sagði við hann: „Illa gjörðir þú að hryggbrjóta einu kúna sem ég átti þó ég ætlaði að hafa not af nauti þínu fyrir hana. En það mæli ég um að hönd þín sé upp frá þessu jafnkreppt og þá þú tókst í hrygginn á kú minni.“ Síðan hvarf hún Árna. En hann hafði hendina kreppta til dauðadags.