Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Áttræður umskiptingur

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjóri Jón Árnason

Það hefur verið sagt frá umskiptingi einum að kerling nokkur sem var með hann spurði hann einu sinni: „Hvað ertu gamall skömmin þín?“ „Áttræður.“ svaraði drengurinn. Var þá reynt að koma honum upp á altarið;[1] en hann varð þá svo hár að hann komst þar ekki fyrir.


  1. Ekki er mér ljóst til hvers hafi átt að koma honum þar upp.