Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Áttræður umskiptingur
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Áttræður umskiptingur
Áttræður umskiptingur
Það hefur verið sagt frá umskiptingi einum að kerling nokkur sem var með hann spurði hann einu sinni: „Hvað ertu gamall skömmin þín?“ „Áttræður.“ svaraði drengurinn. Var þá reynt að koma honum upp á altarið;[1] en hann varð þá svo hár að hann komst þar ekki fyrir.
- ↑ Ekki er mér ljóst til hvers hafi átt að koma honum þar upp.