Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Ólafur á Vindhæli

Úr Wikiheimild

Þá er Ólafur sem lengi var á Vindhæli var ellefu vetra gamall var hann eitt sinn sem oftar að smala fé. Kom þá á hann þoka mikil svo hann villtist og vissi eigi hvert hann fór. Gekk hann þá lengi til þess er hann kom að bæ einum. Barði hann að dyrum. Kom þá út stúlka. Hann bað hana að gefa sér að drekka. Hún gekk inn að útvega honum drykk. En meðan hún var inni sá hann ýmisligt er honum þótti undarligt. Þó gat hann eigi um hvað það var nema páll og reka úr látúni. Varð hann þá svo hræddur að hann þorði eigi að bíða þess að stúlkan kæmi út, og hljóp á brott. En þegar hann er kominn skammt frá bænum var kallað eftir honum hvort hann vildi eigi snúa aftur og fá sér að drekka, en hann þorði það ekki. Síðan var kallað til hans: „Þótt þú gjaldir þess eigi að þú vilt eigi þiggja af mér að drekka þá má vera að það verði einhver þinna.“

Mælt er að hann hafi ætlað að þetta hafi komið fram á börnum hans því að eitt þeirra var hálfviti, en annað sjónlaust fætt.