Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Óvættur við Fossárfoss

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Óvættur við Fossárfoss

Óvættur ein bjó við Fossárfoss ofarlega í Þjórsárdal og lifði á silungi sem hún veiddi í fossinum. Einu sinni fleygði unglingspiltur sem fór með öðrum ferðamönnum þar um grjóti í ána. En nóttina eftir kom hún að tjaldinu þar sem þeir sváfu og ætlaði að draga hann út og tók í því skyni í fæturna á honum, en lagsmenn hans tóku í efri hluta piltsins og héldu honum. Eftir langar stimpingar sleppti tröllkonan tökum og fór leiðar sinnar, en pilturinn lá fullan mánuð eftir þessar misþyrmingar.