Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Þorsteinn í Búðardal

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Þorsteinn í Búðardal

Þorsteinn Pálsson í Búðardal var á ferð á vetrardag framan úr Akureyjum og menn með honum á skipi og ætlaði heim til sín. Þegar þeir fóru úr eyjunum var komið kvöld. Þegar þeir voru komnir þriðjung vegar þekktu þeir sig lítt er með honum voru, en stormur var á móti. Var þá talað um hvað stefna skyldi. Þegar þeir voru að tala um þetta sjá þeir hvar eldur logar sem í kolagröf væri. Þá sagði Þorsteinn að þeir skyldu stefna á logann og það gjörðu þeir. En er þeir voru komnir nálægt honum hvarf hann þeim enda voru þeir þá komnir undir Höfn sem er ey í Akureyjalöndum. Daginn eftir er þeir komu í land var þeim sagt að ófært hefði verið að komast að landi kvöldinu áður fyrir ís þó bjartur dagur hefði verið.

Í öðru sinni stóð eins á fyrir Þorsteini að hann var villtur og sá þá bál mikið og hélt á það eins og fyrr er frá sagt. Þekkti hann sig þá aftur við sömu eyna, Höfn. Aldrei lét hann slá þá ey frá því hann sá þar eldinn fyrra skiptið.