Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Að fæla nykur burt

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Að fæla nykur burt

Þorsteinn Illugason (fæddur hér um 1760, † 1854) sagði mér frá því þegar ég var barn að á bæ þeim sem hann upp ólst á (Böggustöðum í Svarfaðardal) var nykur í Pollalæk þar skammt frá. Tók þá heimilisfólkið sig til heilan dag og bar alltaf eld í lækinn til að fæla nykurinn burtu. Var þar ekki vart við hann síðan og ekki er hann þar nú.