Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Af drengnum í Dyrhólaey

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Af drengnum í Dyrhólaey

Fyrir skömmu var smaladrengur í Dyrhólaey og hann var mjög látæðisfullur og ósvífinn. Það var mál manna að álfar byggju í eynni, en smaladrengur var eigi trúaður á þá. Víða er eyjan klettótt; á henni miðri er gat (niðrí hól) og vita menn ógjörla hve djúpt það er. Það var leikur hans að hann pjakkaði stafnum sínum í klettana og skoraði á álfa til útgöngu ef þeir þyrðu. Oft brá hann brókum yfir gatinu því hann hugði að álfar væri niðri fyrir.

Einu sinni kom strákur ekki heim úr eynni eins og vant var. Var hans leitað um eyna; fannst aðeins hatturinn hans upp á háeyju og garnirnar úr honum lágu í slitrum um eyna. En skyggnir menn sáu hann yfir holunni, en þá koma hönd upp úr holunni og rekja garnir hans og sletta þeim út um eyna. Og sumir heyrðu hljóð hans á land upp.