Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Dagný álfkona
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Dagný álfkona
Dagný álfkona
Helgi er maður nefndur; á hvaða bæ hann var vita menn ekki. Hafði hann það handverk að smíða spæni úr hornum. Eitt sinn sat hann í fjósdyrum sínum og var þá að tegla horn til spóna og vissi ekki að nokkur væri í fjósinu. Kom þá kvenmaður til hans og kvað þennan kveðling:
- Heyrðu mér Helgi
- sem horn þitt telgir,
- segðu henni Dagnýju að dauður sé hann Arnþór;
- vaggan hún vagaði og valt fram á eldinn.
Heyrði hann þá þrusk inn í fjósinu; brauzt þá út kona mjög ferðmikil með eirfötu í hendi. Er meining manna að móðurin hafi verið að fá mjólk inn í fjósinu, en barnið hafi dottið í eldinn af vangæzlu vinnukonunnar og brunnið til bana.