Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Drukkinn maður gistir álfa

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Drukkinn maður gistir álfa

Maður var sá á Snæfellsnesi er lá úti drukkinn á víðavangi um næturtíma. Hann kom ekki heim fyrr en að tveimur dögum liðnum og gjörði ekki grein á hvar hann hefði dvalið. Hann sagði seinna frá því eitt sinn er hann var ölvaður að huldumaður hefði komið til sín og farið með sig inn í kletta og veitt sér bæði mat og drykk. En er hann fór burtu þaðan var lagt ríkt á við hann að þegja yfir þessu, og jafnskjótt og hann braut það boð varð hann rænulaus.