Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Ekki skyldi steinum velta
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Ekki skyldi steinum velta
Ekki skyldi steinum velta
Þegar ég var ungur hafði ég gaman af því að velta steinum í fjalli. Þetta var mér mikillega bannað, ekki svo af því að steinarnir kynnu að velta á skepnurnar, því það hafði ég greind á að varast, heldur af því að steinninn kynni að velta á huldufólk og skaða það. Var mér sögð saga um einn dreng sem hefði verið að velta steinum í fjalli og með þessu móti fótbrotið huldubarn og síðan orðið mesti ólánsmaður.