Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Enn um uppruna álfa

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Einhveru sinni vildi Adam hafa hjúskaparfar við kerlingu sína Evu, en hún var þess ekki búin og vildi ekki búa með honum og sneri baki við honum. Þetta líkaði karli hennar illa, gekk frá henni á afvikinn stað, gerði þar holu eina í jörðuna, lagðist svo niður að henni og lét þar í koma karlsæði sitt og byrgði svo yfir og mælti svo fyrir að þeir menn er hér af myndaðist skyldu engum sýnilegir nema þeim er meir líktist sér en kerlingu sinni og engir sínir niðjar skyldi þeirra góð not hafa.