Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Gakktu á undan Grímur kilpur

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Gakktu á undan Grímur kilpur“

Förupiltur einn hvarf einu sinni af grasafjalli, þá lítt þroskaður. Mörgum árum seinna voru menn á grasafjalli. Sáu menn þá tröllkonu æfar stóra og mann með henni stórvaxinn. Þá segir hún: „Gakktu á undan, Grímur kilpur, þú ert enn ekki orðinn svo stór eins og ég; ég mun verða að lyfta undir þig eins og vant er.“