Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Gissur á Lækjarbotnum
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Gissur á Lækjarbotnum
Gissur á Lækjarbotnum
Einu sinni var maður nokkur á ferð fyrir ofan efstu bæi í Landsveit. Heyrði hann þá að kallað var í Næfurholtsfjalli: „Systir, ljáðu mér pott.“ Þá var svarað í Búrfelli: „Það er ekki gott, en hvað á að gjöra við hann?“ N.: „Sjóða í honum mann.“ B.: „Hver er hann?“ N.: „Gissur á Botnum, Gissur á Lækjarbotnum.“ B.: „Ekki færðu hann, hann er kámugur um kjaftinn.“ Maðurinn hafði nýlega verið til altaris og því unnu þær systur honum ekki mein.