Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Grásteinn

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Fyrir ofan Hvanneyri í Andakíl er stór mýrarflói sem kallaður er Grásteinsflói af steini þeim er þar stendur í flóanum og heitir Grásteinn. En orsök sú að steinninn stendur þarna er sú að þegar skessan er bjó lengi í Skessuhorni í Skarðsheiði og elti Árna á Grund atlaði að fyrirfara Hvanneyrarkirkju er henni var svo illa við, þá tók hún stein þennan og sendi hann beint á kirkjuna, en dró ekki með hann og lenti þarna sem hann er enn.