Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Hátíðamessur álfa

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Sigurborg í Sandvík í Grímsey hefir sagt mér að í fyrra (1848) á nýársnótt sá hún eitthvað um 20 fólks ganga út Sandvíkurholt. Hélt hún það hefði ætlað til messugjörðar út í Nónbrík.

Kerling ein sem var á Kvíabekk í Ólafsfirði þóktist á jólanótt í tunglsljósi verða vör við fjölda huldufólks sem var á ferð til kirkju sinnar fram á Húngeirsdal.