Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Hestar verða tröllriða

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Hestar verða tröllriða

Heyrt hef ég nyrðra getið um þess konar slig á hestum sem kallað er að hestar verði tröllriða, og á það að koma af því að tröll setji sig upp á hesta á förnum vegi til að komast þurrt yfir læki og ár eða hvíla sig þegar þau eru göngumóð. Og er það hið eina dæmi sem ég hef heyrt upp á það að tröll séu ósýnileg eða hafi yfir sér hulinshjálm. Hættara er samt við þessum slysum á nóttu en degi.