Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Huldufólk í Grímsey
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Huldufólk í Grímsey
Huldufólk í Grímsey
Guðrún Steinsdóttir í Flatey í Þingeyjarsýslu (fædd c. 1770) sagði mér haustið 1846 frá því að einu sinni þegar hún var í Grímsey og var að reka saman og var einn morgun stödd hjá Stekkjarklettinum, sá hún Málfríði í Grenivík og stúlku frá Básum vera að þvo og breiða þvotta í Tjarnadalnum. Kallaði hún þá til þeirra, en þær gegndu ekki. Nú hélt hún áfram að smala, en þegar hún kom til baka sá hún öngvan í Tjarnadalnum, og þegar hún kom heim í Grenivík frétti hún að enginn hefði þaðan til þvotta farið. – Þetta segir hún hafi endilega verið huldufólk.