Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Huldufólk séð

Úr Wikiheimild

Það halda menn að það muni vera til ennþá þó fáir hafi af því að segja. – Það var eitt sinn og ekki mörg ár síðan að einn maður var á ferð frá kirkju og var komið fram á nótt því hann átti langa leið heim til sín. Það var stór hóll á leiðinni, þó dálítið úr vegi. Maðurinn reið ungum hesti frískum, valla fulltömdum. Þegar hann var kominn yfir af hólnum þá gat hann ekki látið hestinn fara götuna, heldur þýtur hann upp undir hólinn og stendur þar; og þó hann keyri hann þá dugir það ekki. So fer maðurinn af baki og þykir þetta undarlegt. Í því sér hann hvar maður stendur við hest þar lítið frá. Maðurinn var dálítið kenndur og kallsar til hins að hann skuli gefa sér í staupinu, en hinn anzaði öngu og hvarf so. En maðurinn fór á bak og reið sína leið og heim.