Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Huldufólki boðið heima

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Huldufólki boðið heima

Menn héldu fyrrum almennt að huldufólkið væri mikið á ferð á nýársnótt, og var það margra siður að „bjóða því heima“. Húsmóðirin gekk nefnilega þrjá hringa í kringum bæ sinn á nýársnótt með þessum ummælum: „Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja og fari þeir sem fara vilja mér og mínum að meinlausu.“ Sumir létu einnig ljós lifa í hverri krá til að lýsa því og jafnvel báru vist og vín á borð fyrir það, og segir sagan sú vist hafi venjulega verið horfin að morgni dags.