Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Huldufólksbýli í Grímsey

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Huldufólksbýli í Grímsey

Huldufólksbýli þau sem menn almennt töldu í Grímsey voru þessi (hér um bil árið 1848):

1. í Nónbríkinni nálægt Básum, – þar sást oft bátur lenda í litlum gjögri, þar var og kirkja huldufólksins, og heyrðust þar stundum hringingar; þangað sást líka messufólk ganga;

2. í Hamrahólunum;

3. í Ljúflingshól; þar gisti Þórður prestur aðra hverja jólanótt;

4. í Borginni; þar heyrðist sungið lagið: „Heiður sé guði himnum á“;

5. í Sandvíkur hraunkolli. Börn sem voru að leika sér þar – ég man ekki hvort heldur 1847 eða 1848 – komu þar á glugga og sáu þar vel búið fólk inni. Að minnsta kosti var mér sagt svona frá. Þetta um börnin man ég, en finn það nú ekki í dagbók minni.

Hér að auki töldu sumir:

6. í Sveinsstaða-rana.

7. í Grenivíkurgjögrum.