Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Huldukonan hjá Hríshóli

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Huldukonan hjá Hríshóli

Ragnheiður Jónsdóttir á Hríshóli var að reka fé út í haga og sýndist kvenmaður standa hjá kletti er var við götuna er líktist leiksystur er hún átti. Sagði þá Ragnheiður hún þyrfti ekki að fælast sig, hún þekkti hana. Sýndist henni þá hún hverfa upp í klettana og var horfin er hún leit af henni. Þetta var huldukona, en ekki stallsystir Ragnheiðar.