Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Hulduskip hjá Hergilsey
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Hulduskip hjá Hergilsey
Hulduskip hjá Hergilsey
Einu sinni um vorið sáu konur í Hergilsey að skip nokkur komu utan úr Oddbjarnarskeri; hugðu þær að það væru róðrarskip heimamanna og tóku til matreiðslu er þær ætluðu að beina komumönnum með. Þær horfðu á skipin róa inn frá Skjaldmeyjareyjum og hverfa undir Vaðsteinabjargið. (Sjá sögu Gísla Súrssonar.)[1] En er þeim leiddist að skipin komu ekki í lendingar gengu þær upp á ey og lituðust um í allar áttir og sáu ekkert.
Sögur um þess háttar skipasjónir er hvorfið hafa allt í einu og enginn vitað um framar eru margar. Eru skip þessi álfum eignuð.
- ↑ Í Gísla sögu er bjargið nefnt Vaðsteinaberg. Það er suðvestan til á Hergilsey.