Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Hvarfshóll

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Hvarfshóll er hóll einn kallaður nokkuð langt fyrir innan bæinn á Hjarðarhaga á Jökuldal. Eitt sinn vóru þar tveir menn á ferð – var annar maðurinn forfaðir þeirra svokölluðu Eyjaselsbræðra í Hróarstungu – og er þeir komu að hólnum sjá þeir þar liggja ósköpin öll af útbreiddu skarti til þerris ásamt öðrum munum. Óættfærði maðurinn vildi við engu snerta, en hinn tók hníf og klút, segja sumir. Nóttina eftir dreymir hann að kona úr Hvarfshólnum koma til sín og spyrja hví hann hafi hnuplað frá sér fé sínu og ennfremur mælti hún: „Það legg ég á þig að þú sjálfur skalt hálfviti verða og ætíð einhver einn í ætt þinni allt í níunda lið.“ Síðan er enn einhver brjálaður í þeirri ætt.