Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Hyllingartilraun
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Hyllingartilraun
Hyllingartilraun
Það bar við ei fyrir löngu síðan við Hellna að stúlkubarn í koti nokkru einn sunnudag þegar foreldrar hennar voru við kirkju tók það fyrir að það settist upp á baðstofumænirinn sér til afþreyingar. Þegar stúlka þessi sem var níu vetra hafði setið þarna nokkra stund sér hún að hjá bæjarveggnum kemur kona uppábúin með fald og að öllu sem móðir hennar, og þóttist hún þekkja hana. Þessi ímyndaða móðir dró eitthvað á eftir sér sem stúlkunni þótti fagurt á að líta. Fer hún nú ofan af baðstofunni og ætlar að finna þá sem kom, en hún heldur áfram. Þannig eltir stúlkan konu þessa góðan spotta þangað til stúlkan dettur, þá sér hún hvergi mömmu sína þegar hún stendur upp aftur.