Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Karl og Kerling í Hítardal

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Karl og Kerling í Hítardal

Í Bæjarfellinu í Hítardal eru klettar tveir sem nefndir eru Karl og Kerling og skammt þaðan heitir Tröllabekkur; þar áttu þau bæði að hafa setið. En á leiðinni yfir í fjallið sem þar er andspænis á móti er sagt að þau Karl og Kerlingu hafi dagað uppi.

Eggert Ólafsson getur þess og, með dr. Maurer, í ferðabók sinni að í kirkjuveggjunum í Hítardal sé höggvið grjót og á tveimur hornsteinunum að kórbaki séu tvær andlitsmyndir höggnar, önnur með hökuskegg, en hin skegglaus. Önnur myndin er sagt að sé mynd Bárðar Snæfellsáss, en hin Hítar tröllkonu sem dalurinn er kenndur við.

Ofar í Hítardal heitir Hítargröf og er það forn frásögn að Hít hafi búið í Hundahelli sem enn er til þar í dalnum.