Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Kasthvammur í Laxárdal

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Í Laxárdal í Þingeyjarsýslu er bær sá sem á Hvammi hét. Það var jólanótt eina að engi manna var heima að Hvammi nema kona ein. Þegar hún var setzt að komu menn inn í baðstofu og fóru að drekka og dansa allt til dögunar, þá fóru þeir að búast til burtferðar. En kvenmaðurinn sem heima átti á bænum náði kasti sem ein hinna aðkomnu kona hafði um sig. Af því er bær þessi nefndur Kasthvammur.