Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Kerlingin í fossinum

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Kerlingin í fossinum

Seinustu bændur sem á Fossi[1] bjuggu vóru bræður tveir, en nöfn þeirra eru gleymd. Þeir veiddu í eða undir fossinum í ánni þau ósköp af laxi að þeir áttu stóra hjalla fulla af hönum. Í fossinum í ánni býr kelling ein. Hún á sér til bjargar ekki annað en eina kú og elur hún hana á laxi. En þegar svona var komið sá hún fram á það að færi þessu lengur fram, mundi hún verða alveg bjargarlaus fyrir kúna. Fór hún þá til eina nótt og náði öðrum bróðurnum og dró hann ofan í fossgilið og drekkti hönum þar í ánni. Við þetta varð hinn bróðirinn svo hræddur að hann flúði burt af jörðinni. Síðan hefir jörðin staðið í eyði og laxinn ekki heldur verið veiddur í fossinum.


  1. Þ. e. í Fljótum.