Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Likný í Þjórsárdal

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Likný í Þjórsárdal

Í Þjórsárdal fyrir ofan Stóranúp er klettur einn sem Likný heitir; það var tröllkona sem leitaðist við að verja mönnum umferðir um dalinn með því að hlaða grjótgarð yfir um þveran dalinn, en hvað henni gekk til þess vita menn ekki. Tröllkonan var of lengi að því starfi svo hana dagaði uppi og á mynd hennar að vera á klettinum Likný.