Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Mælihóll

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Kletthóll einn hár stendur norður af bænum Hnefilsdal á Jökuldal. Þar kvað vera svo fagur og skrautlegur huldufólksbær að vart séu dæmi til. Það eru og ummæli á þessum hól að ef þrjár Ingibjargir sín í hvert sinn ættu alla jörðina Hnefilsdal skulu þær í þenna hól heillaðar verða.

Nú fyrir mörgum árum síðan hafa tvær Ingibjargir hvorfið í Hnefilsdal sín í hvort sinn í Mælihólinn af því þær vóru þá eigendur jarðarinnar.