Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Magnús köttur og sæmenn
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Magnús köttur og sæmenn
Magnús köttur og sæmenn
Það er sagt um sæmenn að þeir gangi á land á kvöldum og leitist við að koma mönnum í sjóinn. Hefir mér frá því verið sagt um Magnús heitinn kött sem bjó í Kötlu á Sléttu að hann þrisvar hafi glímt við sæmenn og hrakti þá jafnan. En í þriðja sinni lagðist hann og dó; var hann þá allur marinn og skemmdur. Það á að hafa verið nú fyrir 20-30 árum (1849).