Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Nóni

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit

Í Fúlutjörn skammt frá Staðastað er nykur. Það var eitt sinn á Staðastað að verið var að byggja kirkjugarðinn. Var þá ókunnugur hestur grár þar skammt fyrir utan. Var hann tekinn og lagður á hann reiðingur, klyfberi og torfkrókar, og flutt svo á honum efni í garðinn. Þegar á líður daginn spur einn maður hvað framorðið sé. „Það er komið nærri nón,“ segir annar. Við þetta stökk hesturinn á stað, sprengdi af sér áreiðið og linnti ekki fyrr en hann kom út í Fúlutjörn, því hann var nykur og varð svona bilt við að heyra nafn sitt nefnt. En eitt af nöfnum hans er nóni, hin nykur og nennir.