Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Nykurinn í Svínavatni
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Nykurinn í Svínavatni
Nykurinn í Svínavatni
Það er almenn trú að nykur sé í Svínavatni. Hafa menn það til merkis að oft heyrast í því skruðningar miklir, líkastir því er riðið er. Líka þykja óvanalega miklar sprungur í ísinn á stundum.
Einhverju sinni var bóndinn á Svínavatni að byggja kirkjugarð. Bóndi var fjölkunnugur. Hann hafði hest gráan, lagði á hann reiðing og teymdi sjálfur um daginn. Þótti það undrum gegna hvað hestur þessi gat borið mikið. Um kvöldið sleppti bóndi hestinum, en hann brá við og vildi slá bónda með afturfætinum. Bóndi brá sér undan högginu og kom það í kirkjugarðinn og hrundi skarð úr garðinum. Hefur síðan aldrei tjáð að hlaða upp í skarðið, því það hrynur jafnóðum. Það höfðu menn fyrir satt að hestur þessi hafi verið nykur úr Svínavatni.