Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Nykurpyttur

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Nykurpyttur

Hér við Hellisvatnið sá einu sinni stúlka frá Steinum er Guðrún hét gráan hest í Hellismýrinni, tók styttuband sitt og hnýtti upp í hann, atlaði síðan á bak, en varð þá litið á hófana og eyrun – sem hvorutveggja snýr aftur á nykrinum – bað Guð þá að hjálpa sér. Við það stökk hann í Nykurpyttinn, en komst ekki niður því nafn stúlkunnar var ofið á lindann eins og forn siður var.