Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Pétur og álfamærin

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Pétur og álfamærin

Pétur Pétursson er síðar bjó að Hríshóli sat hjá fé inn í beitareyjum í Skáleyjum og átti von á að unglingsstúlka jafngömul sér kæmi sér til skemmtunar. Sýndist honum hún þá koma, en fór þó ekki sama veg og hann bjóst við. Horfði hann á hana nokkra hríð, en er hann leit af henni var hún horfin. En að dagsmarki liðnu kom hin stúlkan sem honum hafði sýnzt álfamærin vera og fór vanalega leið.