Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Rauða barnsklukkan
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Rauða barnsklukkan
Rauða barnsklukkan
Kona á bæ einum skammt frá sjó breiddi einu sinni ull til þerris á kletta við sjóinn og tók hana um kvöldið og bar inn í skemmu. Næstu nótt eftir dreymir hana að kona roskinleg, vel klædd og viðmótsgóð kemur til hennar og biður hana gæta að hvort hún finni ekkert í ullinni sem hún hafi breitt til þurrks um daginn, við hvað hún ekki kannist. Konan gerir þetta og finnur rauða barnaklukku úr bezta klæði í ullinni; hún ber klukkuna ofan á klettana þar sem ullin hafði verið, fer svo heim og getur ei um það við neinn mann í það sinn. Að lítilli stundu liðinni fer hún ofan að klettunum og sér að rauða klukkan er horfin.