Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Sæmundur á Staðastað

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjóri Jón Árnason

Nálægt Staðastað er hóll einn sem sögumaðurinn man ekki hvort heldur heitir Berghóll eða Dverghóll. Einu sinni var Sæmundur sonur séra Guðmundar á Staðastað heillaður þangað áleiðis. Var hann eltur og náðist í mýrinni; þegar að honum var komið var hann að biðja kvenmann sem hann sagði að gengi á undan sér að ljá sér fallega gullið sem hún héldi á. Sæmundur var þá hér um bil fjögra vetra.