Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Seinast mun ég flotinu neita
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Seinast mun ég flotinu neita“
„Seinast mun ég flotinu neita“
Kall nokkur settist á krossgötur á gamlaársnótt með öxi í höndum og einblíndi í egg hennar. Nú kom álfafólkið og fór að ávarpa hann og bjóða honum alla hluti, gull og gersemar, dýrindis klæði og krásir, þangað til einn býður hönum flot, þá segir kalltetrið: „Seinast mun ég flotinu neita,“ enda ærðist hann þá.