Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Sigríður frá Þorgautsstöðum

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjóri Jón Árnason

Frá því hefur sagt þessi kona sem var 1850 á Sigríðarstaðakoti í Holtshrepp í Skagafjarðarsýslu, en uppalin á Þorgautsstöðum í sama hrepp, að einu sinni var hún að leika sér þegar hún var ung úti á svellum, en föl var á jörðu. Sýndist henni þá móðir sín ganga þar upp eftir og elti Sigríður hana lengst upp í fjall þangað til loksins að hún vissi ekki fyrri til en móðir hennar hin rétta greip aftan í hana. Hún hafði sumsé saknað Sigríðar, komist á förin hennar og elt hana svo.