Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Skærastunga huldukonu

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Einu sinni voru börn að leika sér á hól skammt frá bæ og höfðu mikið um sig. Allt í einu rak einn piltur fótinn í holu milli steina og hljóðaði upp við og lagðist fyrir af verki í fætinum og varð að bera hann heim. Nóttina eftir dreymdi móður hans að kona kom á gluggann hjá henni og lagði þar eitthvað og sagði: „Illa lét sonur þinn í gær upp á bænum mínum. Hann braut gluggann minn og þá varð ég bráð í skapi og rak skæraoddinn minn í fótinn á honum, en þú skalt hafa það sem ég læt hér í bætur fyrir það.“ Síðan fór hún burt. Konan vaknaði um morguninn og þá var peningakistill í glugganum hjá henni. Fóturinn á piltinum gróf allur sundur og var hann haltur meðan hann lifði, og gekk við tréfót.