Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Skessa reidd yfir Skeiðará

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Skessa reidd yfir Reyðará

Þegar Einar heitinn var í Skaftafelli, langafi Jóns sem þar er nú, – eitt sinn er hann kom af sandfjörum, þá hafi tröllkerling verið fyrir utan Skeiðará, en áin mikil. Hann átti að hafa haft lausan hest ungan. Hún beiddi hann að ljá sér reið yfir ána. Hann léði henni hestinn með því skilyrði að hún léti hann verða jafngóðan. Hún átti að hafa lofað því og riðið so yfir ána; og hald manna var hún mundi jafnvel hafa oftari til hans komið þegar hún átti í kröggum. Nú er almennt haldið að þetta kyn sé úrdautt.