Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Smalastúlkan

Úr Wikiheimild

Það bar til vestur í Dalasýslu að smalastúlka ein fór til kirkju og var til altaris. Þegar hún kom frá kirkjunni fór hún undireins að smala og gaf sér ekki tíma til að borða. Hún gekk með klettum nokkrum. Þá heyrir hún að sagt er í klettunum: „Ragnhildur í Rauðhömrum!“ Þá heyrir hún að svarað er í öðrum hamri: „Hvað viltú, þussinn í Þríhömrum?“ Þá segir hann: „Hér hleypur steik um stiga, tökum hana, tökum hana.“ Þá er svarað í hinum hamrinum: „Svei henni, láttu hana fara, hún er kolug um kjaftinn.“ Ekki heyrði stúlkan meira og fór hún sinn veg.