Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Stúlkan hjá Hamrahól

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Einu sinni var Jón á Eiðum að leita að ám. Hitti hann upp hjá Austari-Hamrahól stúlku, líka Ásu sem þá var á Borgum. Hann talaði við hana hitt og þetta, en er þau voru komin að Vestari-Hamrahólnum sagði hún honum að ærnar mundu á Staðarásnum skammt frá Ljúflingshól. Rétt í þessu datt Jón og stúlkan hvarf. Ærnar voru hjá Ljúflingshól. Ása á Borgum hafði ekkert heiman farið. Löngu síðar sá Steinunn á Borgum konu þessa uppi á ey og leiddi hún barn.