Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Tíu menn fara í jólaboð

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Sagt hefir mér verið um Símon sem einu sinni (í minni langafa hinna núlifendu) var í Minnibrekku í Fljótum að á gamlaárskvöld vantaði féð allt í Minnibrekku og fór Símon að leita um nóttina. Hjarn var og tunglsljós og gekk hann fram á dal, en þegar hann kom framan að á brúnunum komu tíu menn skrúðbúnir, ríðandi allir á steingráum móti honum utan að. En sá helzti talaði til hans og bað hann að segja ei frá þessu fyrri en jólin væri liðin. Sagði hann að þeir væri nú á ferð í heimboð.