Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Um huldufólk

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Til eru þeir menn sem þykjast hafa heyrt strokkhljóð, skafna potta og fleira þess konar í hólum inni. Líka er það trú sumra að þegar nýtt fólk komi að einhverri jörð og gjöri gys að huldufólki, þá verði það heillum horfið því huldufólkið flytji þá úr landareigninni og gæti ekki fjár við vanhöldum.