Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Uppruni álfa 2
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Uppruni álfa
Uppruni álfa
Svo hefur sagt Jón Guðmundsson lærði að álfar hafi þau upptök að þá er Eva vildi ekki hafa holdlegt samræði við Adam þá hafi sæði hans átt að falla í holu eina og úr því hafi álfar myndazt. Þessa getur Páll prófastur hinn lærði í Selárdal í riti því er hann skrifaði móti Jóni þar sem hann hrekur ástæður Jóns fyrir tilveru álfanna.