Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Vígð Drangey (2)

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Vígð Drangey

Allar fornar landvættir leggjast frá þeim stöðum sem vígðir eru, og er happ í því sökum þess að þær eru landsmönnum skaðlegar síðan þeir kristnuðust. Þegar Guðmundur biskup góði vígði Drangey og hafði lokið þrem fjórðungum bjargsins er mælt að grá hönd hafi sézt og mælt hafi verið: „Einhverstaðar verða vondir að vera, herra!“ Lét biskup vættirnar þá halda því er eftir var óvígt og er það kallað Heiðna bjargið.