Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Ólufarbylur

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Ólufarbylur

Að nokkru leyti má hér heimfærast sögn sú sem er um Ólöfu Loftsdóttur á Skarði, húsfrú Bjarnar riddara Þorleifssonar. Enskir sjómenn drápu mann hennar og hafði hún hefnt hans grimmilega. Ólöf var kölluð hin ríka að kenningarnafni, bæði sökum auðæfa hennar og höfðinglega vaxtarlags; þar með var hún guðhrædd kona eða að minnsta kosti kirkjurækin. Þegar hún lá banaleguna á Skarði bað hún til guðs að hann sýndi mönnum eitthvert merki um vald hennar og ráðvendni þegar hún skildi við. Er þá sagt að svo mikill fellibylur hafi komið (1484) að hann hafi ekki einungis tekið yfir allt Ísland, heldur og náð til Noregs og Englands, og að í þeim stormi hafi farizt um 50 skip við Englandsstrendur. Þessi stormur var kallaður Ólufarbylur eftir henni.