Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Ýsan
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Ýsan
Ýsan
Einu sinni ætlaði fjandinn að veiða fisk úr sjó. Þreifaði hann þá fyrir sér og varð fyrir honum ýsa. Hann tók undir eyruggana og sér þar enn svarta bletti á ýsunni. En ýsan tók viðbragð mikið og rann úr hendinni á fjanda, og er þar nú rákin svört eftir sem neglurnar runnu.