Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Það var harla gott

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjóri Jón Árnason

Þegar guð drottinn hafði skapað himin og jörð virti hann það fyrir sér og sá að það var harla gott. En kölski var ekki á því; honum sveið það hversu fagur heimurinn væri. Hann tók það ráð í reiði sinni að hann meig á móti sólinni og ætlaði að myrkva með því þenna dýrðardepil sköpunarverksins. En ekki varð nú af því samt því úr migu kölska myndaðist Mývatn á Norðurlandi, enda þykir það jafnan ljótt stöðuvatn og þó mývargurinn er vatnið dregur án efa nafn af enn verri, og er hann sannkallað kvalræði fyrir menn og málleysingja umhverfis vatnið.